Birkifræ – landsöfnun 2022

Skógræktin og Landgræðslan óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins. Fólk er hvatt til þess að fara út í haust og tína birkifræ. Bakhjarlar verkefnisins eru Bónus, Prentmet Oddi og Olís. Sjá samstarfsaðila neðar á síðunni.

Hvar er tekið á móti fræjum?

Bónus allar Bónus verslanir  

Olísallar Olís verslanir 

Starfsstöðvar Landgræðslu og Skógræktar um  land allt

Ásbyrgi, veitingar og verslun í Kelduhverfi

Myndband – söfnun fræja

Hvernig þekkir maður birkifræ og hvenær er það tilbúið svo það megi tína? Í þessu myndbandi er farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar farið er út að safna birkifræi. Sjá líka texta neðar á þessari síðu.             Skoða myndbandið.

Myndband – sáning fræja. Skoða myndbandið.

Neðar á síðunni má sjá leiðbeiningar um það hvernig best er staðið að sáningu birkifræs.

Myndband – Skreytum landið skógi. Skoða myndbandið.

Samstarfsaðilar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í þessu verkefni eru LandverndSkógræktarfélag Íslands, Kópavogsbær, Skógræktarfélag Kópavogs, Kvenfélagasamband Íslands og Lionshreyfingin

Tilraunir fyrir unga fólkið. Skrunaðu niður síðuna þar til þú sérð mynd af birkirekli. Þar fyrir neðan er texti sem er ætlaður yngri kynslóðum. Þessi texti nýtist einnig kennurum og foreldrum ungra barna sem vilja fræða þau. Þú ættir líka að skoða bókina Vistheimt á gróðursnauðu landi. Þetta er verkefnahefti fyrir nemendur á miðstigi grunnskóla.

Má bjóða þér birkifræ?

Nú er búið að setja á síðuna efni sem sérstaklega er beint til skóla sem vilja rannsaka birkifræ eða búa til skólaskóga með nemendum sínum. Skólar geta óskað eftir birkifræi til rannsókna eða til að gera lítinn skólaskóg! Sjá hér.

Fræsöfnunarbox 

Bónus allar Bónus verslanir  

Olísallar Olís verslanir 

Starfsstöðvar Landgræðslu og Skógræktar um  land allt

Ásbyrgi, veitingar og verslun í Kelduhverfi

Þú getur sett fræ í bréf- eða taupoka ef þú ert ekki með fræsöfnunarbox frá okkur. Þeir sem nota bréf- eða taupoka verða að muna að skrifa á miða hvar fræinu var safnað og setja miðann í pokann. Ekki geyma fræ í plastpoka því fræ skemmast mjög fljótt í þannig umbúðum. Þú getur afhent fræ á öllum ofangreindum stöðum.

Nánari upplýsingar gefur Kristinn H. Þorsteinsson, verkefnisstjóri, í s. 834 3100. Netfang: birkiskogur@gmail.com 

Bakhjarlar verkefnisins eru Bónus, Prentmet Oddi og Olís.

Fimm prósent 2030

Markmiðið er að þekja birkiskóglendis fari úr 1,5 prósentum landsins í 5 prósent fram til 2030.

Um birki

Á Íslandi hefur birki þrifist í þúsundir ára og aðlagast íslenskri náttúru. Birkiskógurinn er eitt af lykilvistkerfum landsins. 

Mótttökustaðir um allt land á haustin

Fræinu er dreift vor og haust. Við hvetjum fólk til að skila inn fræinu á söfnunarstaði. Muna bara að merkja umbúðirnar vel. Ekki setja fræ í loftþétta plastpoka!

Sjálfgræðsla, endurheimt birkis

Við sjálfgræðslu þarf að huga að því að birkilundir innan svæða (gróðursettir eða fræsáning) séu þannig staðsettir að frædreifing frá þeim 

Endurhæfing vistkerfa jarðar

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti 1. mars 2019 að næsti áratugur skyldi helgaður endurhæfingu vistkerfa á jörðinni. Markmiðið er að koma í veg fyrir og stöðva hnignun vistkerfa og stuðla að uppbyggingu þeirra á ný. Mikilvægur hluti af því starfi er að fræða jarðarbúa um heilbrigð vistkerfi og endurhæfingu vistkerfa og sjá til þess að ákvarðanir hjá bæði hinu opinbera og hjá sjálfstæðum fyrirtækjum og félögum sé tekið tillit til heilbrigði vistkerfa þegar stefna er mótuð og ákvarðanir teknar.

Birkifræsöfnun Landsátak

Hvenær er best að safna birkifræi?

Safna má birkifræi frá lokum ágúst og fram í byrjun október. Eða svo lengi sem rekklar eru á birkitrjánum. Nota ílát sem binda má framan á sig, svo báðar hendur séu lausar í fræsöfnunina. Hvenær best er að safna birkifræi fer eftir þroska og tíðarfari. Yfirleitt hefur verið mælt með frætínslu í september og október, en í hlýjum árum mætti byrja tínslu fyrr þ.e. frá lokum ágúst. Sjá nánar hér.

Bestur árangur í hálfgrónu landi

Þó margir staðir henti til birkisáningar er ekki hægt að sá hvar sem er. Velja þarf staði þar sem fræin geta spírað og vaxtarskilyrði eru heppileg fyrir fræplönturnar. Búast má við bestum árangri á hálfgrónu landi og þar sem gróðurþekjan er ekki of þétt, t.d. á hálfgrónum melum og hraunum og landgræðslusvæðum þar sem gróður er gisinn. Svæði sem nýlega hafa verið beitarfriðuð eru gjarnan mjög heppileg því þar eru enn beitarummerki sem gefa færinu gott set til að spíra.

Tilraunir með fræ!

Skoðaðu fræ. Skoðaðu fræin vel með stækkunargleri. Það er eins og það sé með tvo vængi. Af hverju heldur þú að þau séu svona í laginu? Prófaðu að láta eitt og eitt fræ falla til jarðar á meðan þið blásið létt á þau. Hvað gerist?
Flugkeppni. Hvað getur þú látið birkifræ fljúga langa leið? Fáðu foreldra, systkini eða vini með í þessa keppni. Þið getið fyrst keppt um hver getur blásið fræinu sínu lengst en svo er hægt að prófa að nota viftu, blævæng, hárþurrku og fleira sem ykkur dettur í hug.
Láttu fræ spíra. Settu nokkur birkifræ í blauta bómull á bakka eða disk. Skrifaðu niður hvaða dag þið byrjuðuð tilraunina. Settu glært lok yfir, t.d. lok af jógúrtdós. Hafðu smá bil á milli fræjanna og passaðu að bómullin sé alltaf blaut. Vökvaðu á hverjum degi svo fræin þorni ekki. Taktu líka lokið af í smá stund á hverjum degi svo það lofti um fræin. Gerðu þessa tilraun á björtum stað en ekki láta sólina skína beint á fræin. Gluggi sem snýr í vestur er t.d. mjög góður. Tilraunin tekur 7-15 daga, kannski aðeins lengur. Þú verður því að vera þolinmóð/ur og ekki gefast upp! Fylgstu með því þegar fræin byrja að spíra og skrifaðu niður á hvaða degi þú sást fyrstu spíruna koma út úr fræinu. Og nú er bara að fylgjast með og telja hversu mörg fræ spíruðu. Voru einhver fræ sem vöknuðu ekki?
Sáðu fræjum. Sáðu nokkrum birkifræjum í mold í potta (t.d. eggjabakka eða mjólkurfernur) og settu á bjartan stað, t.d. vesturglugga. Passaðu að moldin þorni ekki og hugsaðu vel um plönturnar fram á sumar. Pottarnir mega fara úr í garð eða út á svalir í sumar og svo getur þú fundið góðan stað til að gróðursetja birkiplönturnar þínar.

Til minnis

Sáning birkifræs að hausti eða snemma vors

  • Á yfirborð
  • Þjappa fræið niður, t.d. með því að ganga yfir svæðið
  • Lítið á hvern blett
  • Veljið staði þar sem ykkur sýnist helst vera einhver raki til staðar
  • Setjið fræ ekki í beran sand eða bera mold

Hentug sáningarsvæði

  • Hálfgróin holt og hálfgrónar skriður
  • Landgræðslusáningar þar sem gróður er tekinn að gisna
  • Gisnar lúpínubreiður
  • Svæði þar sem gróðursvörður hefur rofnað vegna beitar og annað hálfgróið landmeð stöðugu jarðvegsyfirborði

Óhentug sáningarsvæði

  • Mjög þéttar lúpínubreiður
  • Algrónir móar
  • Algróið graslendi
  • Þykkar mosaþembur
  • og annað algróið land með þéttum gróðri

Óstöðugir moldar- og sandmelar og annað lítt gróið land þar sem er sandfok, frostlyfting eða aðrar aðstæður sem gera smáplöntum erfitt fyrir. Þar má þó skapa skilyrði fyrir landnám birkis með:

  • takmarkaðri uppgræðslu
  • lífrænum eða tilbúnum áburði
  • öðrum aðgerðum er auka frjósemi og stöðugleika jarðvegsyfirborðsins

Hringdu eða sendu okkur póst!

Kristinn H. Þorsteinsson, verkefnisstjóri

Sími: 834 3100

Netfang: birkiskogur@gmail.com

Þú finnur okkur líka á Facebook

  • Ilmbjörk (Betula pubescens) eða birki er algengasta skógartréð á Íslandi

  • Birkiskógar eru einu náttúrulegu skógar landsins